meginhráefni í bjór

Í stuttu máli má segja að bjór sé búinn til úr fjórum meginhráefnum:

Bjór er samt miklu meira en einföld samlagning af þessum hráefnum. Að mestu leyti er bjór samsettur úr vatni, oftast yfir 90% af flestum bjórum. Kornið gefur sykurinn sem gerið breytir síðan í áfengi og kolsýru ásamt ýmsum bragðefnum, þó eitthvað hlutfall af þessum sykrum geta setið eftir og þannig bætt við maltsætu í lokaafurðina. Úr korninu fæst líka litur og ýmis prótein (og dextrín) sem saman byggja upp útlit og áferð bjórsins. Humlarnir gefa beiskju í bjórinn og stuðla þannig að jafnvægi á móti maltsætunni. En humlarnir gefa líka sína eigin bragð- og lyktareiginleika og getað spilað stóran þátt í heildarmynd bjórsins. Gerið spilar einnig stórt hlutverk og ræður miklu um það hvernig lokaútgáfan bragðast.

Samspil hráefnanna getur í rauninni gefið af sér ótal útgáfur af bjór. Ef fleiri hráefni koma við sögu (sem er mjög algengt) sést í fljótu bragði að ekki er hlaupið að því að skilgreina nákvæmlega hvað bjór er. Fróðlegt getur verið að skoða BJCP lista yfir viðurkennda bjórstíla, sem ná yfir um það bil 80 mismunandi stíla í dag. Hins vegar er ekki hægt að koma öllum bjórum fyrir í þessa stíla og reglulega er bætt við fleiri stílum til að ná að halda í við þróun bjórmenningarinnar.

Ef þú vilt læra meira um bruggferlið sjálft geturðu skoðað greinina Bruggferlið


Ertu með spurningu, athugasemd eða eitthvað sem þú vilt koma á framfæri varðandi greinina? Endilega skildu eftir skilaboð hér að neðan!