Hugmynd
Kærastan bað um heimabruggaðan bjór fyrir útskriftina sína í sumar og var það tilvalið tækifæri til að hanna mína fyrstu bjóruppskrift. Markmiðið var að gera aðgengilegan bjór sem hentar flestum án þess að enda í bragðlausum lager. Hann þarf að vera ljós á lit til að róa þá sem vilja ekki «dökkan bjór» og valdi ég því CaraHell sem sérmalt. Sumarið á að vera ríkjandi og því var ekki langt úr leið að velja Mosaic og Citra sem humla.
Tölur |
|
| Lítrar í gerjun | 21 L |
| Áfengismagn | 5,2% |
| Heildarnýtni | 70% |
| Meskitími | 60 |
| Suðutími | 60 |
| IBU | 43,8 |
| OG | 1,050 |
| FG | 1,010 |
Korn |
Tegund | Hlutfall |
| 4,3 kg | Pale Malt (Weyermann) | 89,6% |
| 0,50 | Carahell (Weyermann) | 10,4% |
Humlar |
Tegund | Magn | IBU |
| 60 mín | Mosaic (12,25% AA) | 20g | 29,3 |
| 15 mín | Mosaic (12,25% AA) | 20g | 14,5 |
| 0 mín | Citra (12,00% AA) | 20g | 0 |
| Þurrhumlun | Citra (12,00% AA) | 30g | 0 |
Ger
1 pakki af US-05 þurrgeri
Aðferð
Virtur framleiddur á hefðbundinn hátt. Meskjað með 23L við 66-67°C. Tekið er mashout með því að hita upp í 77°C og halda því í 10 mín. Síðan er kornið skolað með 5L af vatni við 68°C. Gerjað í 2-3 vikur við stofuhita. Þurrhumlað 5 dögum áður en bjórinn fer á flöskur/kút.
Eftir 3 vikur á flösku hneppti þessi bjór 2. sætið í léttum flokki heimabrugsskeppni Fágunar 2015.
Endilega skildu eftir spurningar og athugasemdir hér fyrir neðan. Láttu okkur svo vita hvernig þessi gekk hjá þér! (Við myndum jafnvel þiggja smakk)

